-10.3 C
Selfoss

Samningar við björgunarsveitir í Bláskógabyggð 

Vinsælast

Í febrúar sl. var gengið frá samningi milli Bláskógabyggðar og Björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni og nú í lok mars var einnig gengið frá samningi milli Bláskógabyggðar og Björgunarsveitar Biskupstungna. Um er að ræða samninga til 3ja ára þar sem ákveðinn er rekstrarstyrkur sveitarfélagsins til björgunarsveitanna, m.a. til ungmennastarfs, og styrkur til reksturs fasteigna þeirra. Einnig er samið um önnur verkefni, svo sem umsjón með flugeldasýningu og gæslu í Tungnaréttum. Samstarf sveitarfélagsins og björgunarsveitanna er mjög gott og er framlag björgunarsveitanna til öryggis- og almannavarnamála mikilvægt fyrir íbúa og gesti í Bláskógabyggð.

Nýjar fréttir