Framboðslistinn var samþykktur á fjölmennum fundi á Hótel Selfoss fimmtudaginn 31. mars. Bragi Bjarnason deildarstjóri í frístunda- og menningardeild Sveitarfélagsins Árborg mun leiða listann. Í öðru sæti er Fjóla St. Kristinsdóttir viðskiptafræðingur og ráðgjafi. Þriðja sæti listans skipar Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi.
Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg hélt prófkjör þann 19. mars. Um metþátttöku var að ræða hvort sem litið er til fjölda frambjóðanda eða fjölda þeirra sem kusu. Alls tóku 18 manns þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og um 1400 félagsmenn af þeim 2200 sem skráðir eru í flokkinn kusu í prófkjörinu og var kjörsóknin 64%.
Bragi Bjarnason sem skipar fyrsta sæti listans segir að mikil stemmning sé í hópnum og frambjóðendur finni fyrir miklum meðbyr meðal íbúa sveitarfélagsins. Bragi segist hlakka til næstu vikna og vonar að keppnin verði drengileg.
- Bragi Bjarnasson, deildarstjóri hjá Svf. Árborg
- Fjóla St. Kristinsdóttir, ráðgjafi
- Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi
- Sveinn Ægir Birgisson, starfsmaður Vallaskóla
- Brynhildur Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi
- Helga Lind Pálsdóttir, félagsráðgjafi
- Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, leikskólaliði/dagforeldri
- Ari Björn Thorarensen, fangavörður
- Guðmundur Ármann Pétursson, sjálfstætt starfandi
- Anna Linda Sigurðardóttir, deildarstjóri í Vallaskóla
- Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri
- Maria Markovic, hönnuður og kennari
- Björg Agnarsdóttir, bókari
- Gísli Rúnar Gíslason, húsasmíðanemi
- Ólafur Ibsen Tómasson, starfsmaður í Tengi og Brunavörnum Árnessýslu
- Viðar Arason, öryggisfulltrúi
- Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri
- Esther Ýr Óskarsdóttir, lögfræðingur
- Ragna Berg Gunnarsdóttir, kennari
- Óskar Örn Vilbergsson, framkvæmdastjóri og slökkviliðsmaður
- Jón Karl Haraldsson, fyrrverandi fiskverkandi og skipstjóri
- Guðrún Guðbjartsdóttir, eftirlaunaþegi