Framboðslisti Okkar Hveragerðis fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 var kynntur á fjölmennum fundi á Rósakaffi í Hveragerði í gær, 24. mars. Okkar Hveragerði er óháð bæjarmálafélag skipað íbúum sem hafa áhuga á bæjarmálum í Hveragerði og bera velferð íbúa fyrir brjósti. Árið 2018 hlaut Okkar Hveragerði 33% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa. Á framboðslistanum eru íbúar með fjölbreyttan bakgrunn, menntun og reynslu.
Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur og athafnakona skipar efsta sæti listans. Í öðru sæti er Njörður Sigurðsson bæjarfulltrúi, sagnfræðingur og aðstoðarþjóðskjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, lögmaður og söngkona skipar þriðja sæti listans, í fjórða sæti er Hlynur Kárason, húsasmíðameistari og varabæjarbæjarfulltrúi og Atli Viðar Þorsteinsson, verkefnastjóri og plötusnúður, í fimmta sæti.
Okkar Hveragerði leggur áherslu á aukið gagnsæi í ákvarðanatöku bæjarins, vandaða stjórnsýslu, öflugt atvinnulíf, meira rými fyrir íbúalýðræði, styrkja stöðu minnihluta- og jaðarsettra hópa, uppbyggingu húsnæðis, efla gott íþróttastarf sem allir aldurshópar geta haft greiðan aðgang að óháð stéttastöðu, ríka áherslu á skóla- og velferðarmál og að bæjarstjóri verði ráðinn á faglegum forsendum.
Listann skipa:
- Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur og athafnakona
- Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og bæjarfulltrúi
- Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, lögmaður og söngkona
- Hlynur Kárason, húsasmíðameistari og varabæjarfulltrúi
- Atli Viðar Þorsteinsson, verkefnastjóri og plötusnúður
- Sigríður Hauksdóttir, ráðgjafi í félagsþjónustu
- Jóhann Karl Ásgeirsson, háskólanemi
- Valgerður Rut Jakobsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Eygló Huld Jóhannesdóttir, deildarstjóri í heimaþjónustu og sjúkraliði
- Eydís Valgerður Valgarðsdóttir, nemi
- Páll Kjartan Eiríksson, öryrki
- Guðjóna Björk Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur
- Kristján Björnsson, húsasmíðameistari
- Anna Jórunn Stefánsdóttir, talmeinafræðingur
Fréttatilkynning frá Okkar Hveragerði