Sveitarfélagið Árborg hélt upp á árið með glæsilegri árshátíð í nýrri Selfosshöll.
Viðburður þessi markar tímamót eftir allmikil rólegheit í samkomum síðustu tvö ár og virðast gestir hafa skemmt sér mjög vel á þessari fjölmennustu árshátíð sem Árborg hefur haldið, en samkvæmt Einari Björnssyni, viðburðastjóra, var vart þverfótað fyrir hæstánægðum veislugestum sem töldu um 900 manns.