3.9 C
Selfoss

Íbúalistinn í Ölfusi kynnir frambjóðendur

Vinsælast

Íbúalistinn er nýtt framboð í Sveitarfélaginu Ölfusi. Það eru kraftmiklir og ólíkir einstaklingar sem mynda Íbúalistann en það sem sameinar þá er ástríða fyrir velferð samborgara sinna og viljinn til að bjóða fram krafta sína á komandi kjörtímabili til að vinna að málefnum Sveitarfélagsins Ölfuss.

Íbúalistinn vinnur nú að mótun stefnumála og vill gera það í virku samtali við íbúa, því vilji íbúa skiptir máli. Frambjóðendur munu bjóða upp á málefnafundi á næstunni og hvetur einnig öll áhugasöm til að hafa samband með því að senda póst á ibualistinn@gmail.com eða hringja beint í einhvern af frambjóðendum Íbúalistans.

Kæru íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi. Við hlökkum mikið til að kynna fyrir ykkur þau málefni sem við ætlum að leggja áherslu á og hvetjum ykkur til að fylgjast með á Facebook https://www.facebook.com/ibualistinn/ og instagram https://www.instagram.com/ibualistinn/ síðum Íbúalistans þar sem við ætlum að kynna vel bæði fólk og málefni. Verið ófeimin við að fylgja okkur, það að smella á “follow” eða “like” segir ekkert til um hvað þið ætlið að kjósa heldur einungis að þið ætlið að ganga vel upplýst að kjörborðinu þann 14. maí.

Hægt er að kynna sér frambjóðendur nánar á síðunni www.ibualistinn.is

Frambjóðendur Íbúalistans í Ölfusi

1. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, 37 ára menningarstjórnandi, frumkvöðull og tónlistarkennari
2. Böðvar Guðbjörn Jónsson, 29 ára hugbúnaðarsérfræðingur
3. Berglind Friðriksdóttir, 33 ára sálfræðingur
4. Sigfús Benóný Harðarson, 42 ára aðalvarðstjóri hjá ríkislögreglustjóra
5. Hrafnhildur Lilja Harðardóttir, 38 ára sálfræðingur
6. Rumyana Björg Ivansdóttir, 56 ára sjúkraliði
7. Arna Þórdís Árnadóttir, 40 ára verkefnastjóri
8. Steingrímur Þorbjarnarson, 58 ára jarð- og mannfræðingur
9. Guðlaug Arna Hannesdóttir, 27 ára geislafræðingur
10. Guðmundur Oddgeirsson, 64 ára öryggis- og vinnuverndarfulltrúi
11. Agnes Erna Estherardóttir, 46 ára bókhaldari, söngkona og smiður.
12. Davíð Reimarsson, 30 ára stuðningsfulltrúi
13. Óskar Hrafn Guðmundsson, 62 ára verkamaður
14. Elín Björg Jónsdóttir, 69 ára eftirlaunakona

Fréttatilkynning frá Íbúalistanum

Nýjar fréttir