-6.1 C
Selfoss

Söfnuðu 500.000 kr. til styrktar Sigurhæðum

Vinsælast

Það var gleðilegstund um helgina þegar starfsmenn Listasafns Árnesinga kíktu í heimsókn í Sigurhæðir á Selfossi og afhentu ágóðan af sölu Hlýju-sjalanna. Heildarupphæðin er 500.000 kr. Allir sem styrktu fá innilegar þakkir fyrir.

Þann 20. mars á vorjafndægri voru Sigurhæðir formlega opnaðar í Listasafni Árnesinga. Sigurhæðir er heildræn þjónusta fyrir konur á Suðurlandi sem hafa þurft að þola ofbeldi. Þar stendur þeim til boða stuðningur, ráðgjöf og meðferð útfrá þeirra forsendum og verður staðsett á Selfossi.  

Í tilefni af opnuninni fékk Listasafnið í lið með sér prjóna-aktivistahópinn #Hlýja og þær Þórhildur Laufey Sigurðardóttir, Hallfríður og Inga Hrönn Guðmundsdætur segja hér aðeins frá verkefninu: „Við vildum nýta prjóna-kraftana okkar til góðs og breyta afgangs garni í falleg sjöl og um leið gefa allan ágóða til Sigurhæða. Þannig varð verkefnið: HLÝJA – Sjöl til sölu fyrir Sigurhæðir.“

Sjölin eru 52 alls – 13 í hverri árstíð og einungis unnið með afganga. Þannig er allt nýtt og hvert sjal einstakt – rétt eins og sögur kvennanna og líf þeirra.

Sjölin eru til sölu í safnbúð Listasafns Árnesinga.

Nýjar fréttir