-9.8 C
Selfoss

Guðmundur bandarískur meistari

Vinsælast

Á laugardaginn varð Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson bandarískur meistari í knattspyrnu þegar lið hans, New York City sigraði Portland Timbers í úrslitaleik MLS-deildarinnar. Guðmundur er fyrstur Íslendinga til að verða bandarískur meistari í karlaflokki.

Leikurinn var jafn, 1:1, eftir venjulegan leiktíma og þurfti því að framlengja leikinn. Ekkert mark var skorað í framlenginunni og grípa þurfti því til vítaspyrnukeppni þar sem New York City hafði betur 4:2. Guðmundur var í byrjunarliði New York City en var tekinn útaf rétt fyrir jöfnunarmark Portlands Timbers í uppbótartíma venjulegs leiktíma.

Við óskum Guðmundi innilega til hamingju með þennan titil.

Nýjar fréttir