Rausnarlegt boð Theodórs Francis Birgissonar, klínisks félagsráðgjafa og annars eiganda Lausnarinnar fjölskyldu-og áfallamiðstöðvar barst ofangreindum starfstéttum á dögunum en Theodór, að hans sögn, vildi sýna þakklæti í verki fyrir störf þessara mikilvægu starfsstétta. Fyrirlestrarnir sem voru tveir, þrjá tíma í senn, og um 100 manns þáðu, fjölluðu um áföll og afleiðingar þeirra. Farið var í hvernig áföll birtast og kenndar aðferðir til þess að vinna með afleiðingar áfalla. Ofangreindar starfséttir kunna honum bestur þakkir fyrir þetta óvænta og góða framlag!