-4.3 C
Selfoss

Fossbúar fengu afhent Forsetamerki BÍS

Vinsælast

Forsetamerki Bandalags Íslenskra Skáta er veitt árlega fyrir þróttmikið rekkaskátastarf. Skátarnir setja sér markmið sem þeir vinna markvisst að í þrjú ár.

Forsetamerkið var fyrst afhent 1965 af Ásgeiri Ásgeirssyni. Síðan þá hafa rúmlega 1400 skátar orðið þessa heiðurs aðnjótandi.

Þeir Fossbúar sem fengu merkið afhent í september eru Guðjón Leó Tyrfingsson, Þóranna Ýr Guðgeirsdóttir og Brynjar Óli Barkarson. Þau eiga það sameiginlegt að hafa starfað af miklum krafti allan þann tíma sem þau hafa verið innan raða Fossbúa. Þau hafa öll verið óþreytandi við að leggja félaginu lið, tekið þátt í skipulagi og framkvæmd ýmissa skátaviðburða, sótt skátamót erlendis jafnt sem innan lands. Þá hafa þau verið foringjar um nokkurra ára skeið og sýnt félaginu tryggð þó búseta hafi jafnvel verið utan Árborgar.

Nýjar fréttir