-7 C
Selfoss

Fullorðinsbækurnar Hjartablóð koma blóðinu á hreyfingu

Vinsælast

Sandra Clausen, rithöfundur er búsett í Hveragerði. Hún hefur alla sína tíð haft áhuga á skrifum. „Ég fór að semja ljóð ung að aldri sem þróuðust út í sögur og seinna meir bókaseríu sem ég skrifa fyrir Storytel. Einnig fór ég snemma að skrifa handrit og má geta þess að ég sviðsetti og leikstýrði söngleik í 10. bekk Gagnfræðiskólans á Akureyri eftir handriti sem ég sjálf samdi.“

Erótískt ívaf og örlagasögur

Sandra hefur skrifað bókaseríur sem nefnast Hjartablóð. Bækurnar eru sögulegar skáldsögur með erótísku ívafi. Þegar Sandra er spurð nánar út í bækurnar segir hún: „Bækurnar eru örlagasögur og sögusviðið er Svíþjóð fyrir 400 árum síðan. Þær eru orðnar sex talsins, gætu allt eins orðið tíu, en sú nýjasta, Hrafninn sem kom út á dögunum fékk góðar undirtektir. Bókunum hefur verið líkt við Ísfólkið. Þó vil ég segja að þær séu heldur jarðbundnari.“

Innblásturinn úr náttúrunni

Hvar vaknaði hugmyndin að bókunum? „Hugmyndin að bókunum vaknaði í kringum fermingaraldur en söguþráður og persónusköpunin hefur mótast gegnum tíð og tíma. Það er orðin viss hefð að komi ein bók á ári og ég er yfirleitt tæpt ár að skrifa eina bók. Minn helsti innblástur í skrifum er náttúran og má segja að söguþráðurinn komi t il mín þegar ég fæ næði ein með sjálfri mér. Náttúran togar í mig.“ Hvar sækir þú helst í náttúruna? „Ég sæki jarðtengingu í skóginum við Hamarinn og kraft úr sjónum við Eyrarbakka en þar dvel ég gjarnan í húsi sem mér er úthlutað í gegnum rithöfundasambandið. Ég er mikið náttúrubarn sem finnst fátt betra en ganga berfætt um fjöruna og synda nakin í Varmá á heitum sumardögum. Hjartablóð eru fullorðinsbækur þar sem lítið er dregið úr raunveruleika þess tíma og því ekki fyrir ungmenni en skemmtilegast finnst mér að heyra að karlmenn njóti góðs af þeim svo þær virðast höfða til beggja kynja.

Nýjar fréttir