-6.1 C
Selfoss

Leikskólinn Goðheimar formlega vígður

Vinsælast

Föstudaginn 27. ágúst sl. var leikskólinn Goðheimar á Selfossi formlega vígður. Leikskólinn þykir einstaklega vel heppnaður bæði að innan sem utan. Það var snemma árs árið 2019 sem undirbúningur var hafinn að byggingu skólans. Þann 19. desember sama ár var tekin skóflustunga að skólanum sem er sex deilda leikskóli. Alls er skólinn um 1.100 m2 en lóðin er alls 7.050 m2. Skólinn opnaði að hluta, 3 deildir í mars 2021, en er nú tilbúinn. Í framhaldi verður hafist handa við að opna fleiri deildir og setja starfið af stað. Í máli Sigríðar Birnu Birgis­dóttur, leikskólastjóra Goð­heima, kom fram að starfs­fólk og nemendur væru afar ánægð með hvernig til tókst með hönn­un og fram­kvæmdir á leik­skóla­num og allir hefðu lagst á eitt um að gera húsnæðið og um­hverfið væri sem best úr garði gert. Gísli Halldór Hall­dórsson sagði í ræðu sinni: „Það sést svo vel hér í dag, hvernig allir þeir sem komu að starfinu, allt frá kjörnum fulltrúum og nefndarstörfum, yfir í þá vinnu sem unnin hefur verið við fram­kvæmdina ásamt eftirliti með henni, hversu gríðarlega allir hafa vandað til. Ég held að það sé ekki úr vegi að færa innilegustu þakkir til allra þeirra sem að komu.“

Nýjar fréttir