Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú komu í opinbera heimsókn í Bláskógabyggð föstudaginn 9. júní sl. Heimsókn forsetahjónanna var í tilefni af 15 ára afmælis Bláskógabyggðar. Forsetahjónin fóru vítt og breitt um sveitarfélagið, komu m.a. við á Þingvöllum, Laugarvatni, Laugarrási og Reykholti. Þá heisóttu þau Laugarvatnshella, Friðheima og kúabú á Hjálmsstöðum. Heimsókn forsetahjónanna lauk í félagsheimilinu Aratungu en þar verður opið hús fyrir íbúa og gesti.
Hér að neðan eru nokkrar myndir úr heimsókninni. Einnig má skoða myndasafn af heimsókninni hér.