Næstkomandi fimmtudag, þann 8. júlí, opnar ný myndlistarsýning í galleríinu Undir stiganum í Bæjarbókasafni Ölfuss. Þetta er fyrsta opnunin þar síðan Covid-19 skall á íslenskt samfélag fyrir rúmu ári.
Að þessu sinni er það Guðríður Gyða sem sýnir myndlist sína en hún hefur sérstakt dálæti á að mála gömul hús, báta og nornir. Gyða, eins og hún er jafnan kölluð, lærði í Myndlistarskóla Kópavogs og hefur einnig farið á fjölmörg námskeið eftir það.
Sýningin opnar kl. 17:00 og stendur út mánuðinn.
Bæjarbókasafnið býður upp á kaffi og konfekt.
Árný Leifsdóttir,
forstöðukona Bæjarbókasafns Ölfuss.