-8.8 C
Selfoss

Formleg opnun Vitaleiðarinnar framundan

Vinsælast

Þakkargjörðarveisla

Ónýtt kerfi

Ég borga glaður skatta

Laugardaginn 12. júní nk. opnar nýjasta ferðaleið Suðurlands sem nefnist Vitaleiðin. Leiðin er tæplega 50 km og liggur frá Selvogsvita í vestri að Knarrarósvita í austri. Vitaleiðin bíður upp á fjölbreyttan ferðamáta meðfram strandlínunni, heimsóknir inn í þrjú þorp og þrjá vita.

Vitarnir leiða ferðamenn inn á svæðið

Hugmyndin vaknaði hjá Markaðsstofu Suðurlands þegar verið var að vinna að ferðaleiðaverkefni þar sem meðal annars verið var að skoða ýmis þemu. Vitinn er sá sem hefur leiðbeint sjómönnum og stýrt þeim á áfangastað í gegnum árin. Þannig getum tengjum við Vitana inn í ferðaþjónustuna og þannig nýtt vitana einnig til að leiðbeina ferðamönnum inn á svæðið og um svæðið.

Verkefnið er samvinnuverkefni Markaðsstofu Suðurlands og sveitarfélaganna Árborgar og Ölfuss sem hófst árið 2019. Samstarfið byggðist á því að ramma inn leiðina og draga fram tækifærin og fjölbreytileikan sem ferðaleiðin bíður upp á fyrir gesti að upplifa. Auk þess voru þjónustuaðilar á svæðinu kallaðir á vinnustofur til að koma með sitt innlegg inn í vinnuna og ítra verkefnið. Afurð verkefnisins er Vitaleiðin sem verður formlega opnuð laugardaginn næsta.

Vitaleiðin öðruvísi en það sem fyrir er

Markmið með Vitaleiðinni er að draga athygli ferðamanna, bæði innlendra og erlendra, að svæðinu sem liggur á milli vitanna Selvogsvita og Knarrarósvita. Vitaleiðin er steinsnar frá þjóðvegi 1 og Gullna hringnum og er góð viðbót í flóru ferðaleiða á Suðurlandi sem og Íslandi sem bíður upp á marga möguleika í þróun áfangastaða. Vitaleiðin hjálpar til að laða gesti að svæðinu og leiða þá í gegnum þorpin þrjú, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri, og upplifa fjölbreytta náttúru og dýralíf svæðisins, þá sögu og menningu sem svæðið býr yfir og fjölbreytta afþreyingu og þjónustu. Vitaleiðin er tilvalin fyrir þá sem vilja ferðast hægar yfir, njóta og vinda ofan þér með aðstoð kyrrðarinnar í náttúrunni en um leið soga í þig orkuna frá Atlantshafinu.

Tilvalið er að nýta helgina til að byrja að kynna sér Vitaleiðina með því að ganga, hjóla eða hlaupa styttri eða lengri leið á Vitaleiðinni t.d. frá Knarrarósvita í austri eða Selvogi og mætast við Stað á Eyrarbakka um kl. 13 á laugardaginn þegar bæjarstjórar Árborgar og Ölfuss opna Vitaleiðina formlega.

Nýjar fréttir