Sjómannadagshelgin verður haldin í Þorlákshöfn og á Stokkseyri um helgina.
Í Þorlákshöfn verða hátíðhöld á laugardag. Þau hefjast kl. 13:00 með skemmtisiglingu þar sem lagt verður af stað frá Svartaskersbryggju. Björgunarsveitin Mannbjörg verður svo með hefðbundna dagskrá við Herjólfsbryggju og hefst hún kl. 13:30. Þar verður boðið upp á kappróður, karahlaup, koddaslag, kassaklifur, hoppukastala, andlitsmálun o.fl. Sjómannaskemmmtun verður um kvöldið í Versölum kl. 20.
Á sunnudag veður sjómannadagsmessa í Þorlákskirkju kl. 11 og sjómannadagskaffi í Versölum frá kl. 15.
Á Stokkseyri verður hátíðarguðsþjónustu í Stokkseyrarkirkju á sunnudag kl. 11. Blómsveigur verður lagður að minnisvarða um drukknaða sjómenn. Skemmtidagskrá verður síðan á íþróttavellinum kl. 13:30. Þar verður kassaklifur, reiptog, hjólböruleikur, hoppukastali, trampolin, teygjuhopp o.fl. Sjómannadagskaffi verður í íþróttahúsinu kl. 14:30–17:00.