-6.6 C
Selfoss

Bókabæir og barnabókastofa

Vinsælast

Bókabæirnir austanfjalls eru frjáls félagasamtök sem hafa það að markmiði að efla hvers konar menningartengda starfsemi, bóklestur og bókmenningu, skapandi skrif og hugsun yfir höfuð. Samtökin eru í alþjóðlegum samskiptum við aðra bókabæi víða um veröld sem sinna þessari sömu þörf. Vegna veirufaraldurs hefur samkomum fækkað og starfsemin legið í láginni. En vonandi eru nýir og aðrir tímar framundan og af því tilefni klappaði stjórn Bókabæjanna saman lófunum og hélt boðaðan aðalfund.

Fundurinn fór fram þann 11. mars síðastliðinn í hlýlegum húsakynnum bókasafns Hveragerðis. Fundarstjóri var Heiðrún Dóra Eyvindsdóttir bókasafnsstýra á Selfossi og til margra ára starfandi í stjórn Bókabæjanna. Nú hefur hún ásamt Hlíf Böðvarsdóttur fyrrverandi bókasafnstýru í Hveragerði ákveðið að hætta í stjórn og fylgja þeim báðum miklar þakkir fyrir þeirra góðu störf. Harpa Rún Kristjánsdóttir er núverandi formaður og skrifaði fundargerð og Svanhvít Hermannsdóttir gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum á skýran og greinargóðan hátt. Aðrir í stjórn Bókabæjanna eru Dorothee Lubecki, Jón Özur Snorrason og Pétur Már Guðmundsson. Nýir í stjórn voru kosnir Jónína Sigurjónsdóttir og Bjarnveig Björk Birkisdóttir.

Erindi fundarins var flutt af doktor Sigrúnu Klöru Hannesdóttur sem á sér þann draum að stofna barnabókasafn eða barnabókastofu og falast eftir því að slík stofnun (eða hús) verði staðsett á Selfossi. Sjálf leggur hún til barnabókasafn sitt sem telur hundruði bóka. Hugmyndin rímar vel við Konubókastofu sem starfrækt er af Önnu Jónsóttur á Eyrarbakka og er unnið er að framgangi þessa erindis sem gæti orðið lyftistöng fyrir bókmenningu á Suðurlandi. Allir þeir sem hafa áhuga á þessu máli og geta lagt því lið í formi aðstöðu eða fjármagns eru hvattir til þess að hafa samband við stjórn Bókabæjanna.

 

 

Nýjar fréttir