7.8 C
Selfoss

Dúdda sýnir í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi

Vinsælast

Þann 8. mars opnar sýning Kristrúnar Helgu Marinósdóttur (Dúddu) í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi. Verkin eru unnin úr íslenskri ull og eiga það sameiginlegt að vera í hringformi. Innblástur verkanna er sóttur í íslenska náttúru og þá hringrás sem stöðugt á sér stað þar. Má sjá vísun í mosa, steina, flóru, vatn og ís. Auk þess sem verkin fegra þann vegg sem þau hanga á þá bæta þau einnig hljóðvist. Dúdda er alin upp á Tálknafirði í stórum hópi systkina í miklu návígi við náttúruna. Hún hefur búið á Selfossi að mestu leyti frá 16 ára aldri. Dúdda hefur alltaf haft mikla þörf fyrir að skapa og hefur notað ýmsa miðla til þess t.d. ljósmyndun, myndlist og fleira en þetta er hennar fyrsta sýning.

 

Sýningin, sem er sölusýning, stendur til 11. apríl nk. og er opin á sama tíma og bókasafnið. Það er frá kl. 9-19 virka daga og 10-14 á laugardögum.

 

 

 

 

Nýjar fréttir