Þýskur karlmaður, ferðamaður á sjötugsaldri, sem fluttur var á sjúkrahús í Reykjavík eftir að bifreið hans og hjólhýsi sem hún dró fuku út af Suðurlandsvegi við Freysnes fimmtudaginn 1. júní síðastliðinn er látinn. Kona hans sem einnig var í bílnum slasaðist minna og hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Á heimasíður lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að slysið, og tildrög þess, sé til rannsóknar og að ekki sé unnt að veita upplýsingar um nafn hins látna að svo stöddu.