Á fundi eigna- og veitunefndar var fór sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs yfir stöðu mála varðandi færanlegar kennslustofur sem staðsettar verða í nágrenni Stekkjaskóla. Enn fremur segir í fundargerðinni: „Starfsmenn eru nú að vinna náið með skólasamfélaginu að innra og ytra skipulagi stofanna með tilliti til aðbúnaðar starfsfólks og nemenda. Í því felst meðal annars hönnun innra sem ytra skipulags bygginga ásamt lóð, leiksvæðum og aðkomuleiðum. Öryggi nemenda, starfsfólks og foreldra er haft að leiðarljósi í þeirri vinnu.“
Áhersla á bætt upplýsingaflæði
Eigna- og veitunefnd leggur áherslu á að foreldrar barnanna sem sækja munu skólann verði upplýstir um afrakstur um vinnunnar. Nefndin telur heppilegt að foreldrar verði upplýstir vikulega um stöðu mála með fréttum á heimasíðu sveitarfélagsins.