-6.9 C
Selfoss

Grunnskólinn í Hveragerði prófar svokallað Osmo í kennslu

Vinsælast

Tækninni fleygir fram og nú hafa nemendur í 2. bekk grunnskólans í Hveragerði verið að prófa tæknibúnaðinn Osmo við góðan árangur. Osmo er margverðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir iPad og iPhone og er hannað fyrir börn á aldrinum frá 5-13 ára. Osmoleikirnir efla hreyfifærni, skilningarvitin og sköpun auk þess sem þeir þjálfa rökhugsun, hljóðkerfisvitund, orðaforða, stærðfræði, samvinnu og samskipti.

Til að geta notað Osmo þarf að kaupa stand (base) fyrir iPad eða iPhone og honum fylgir lítill spegill sem settur er yfir myndavélina. Spegillinn nemur það sem gert er fyrir framan skjáinn hvort sem það er með penna, hreyfingu, kubbum, bókstöfum eða tölustöfum. Forritin sem fylgja tækinu eru ókeypis og þau er hægt að sækja á App Store.

Það sem gerir Osmo leikina sérstaka er að í þeim er leikið með áþreifanlega hluti, notandinn handleikur kubba, tölu- og bókstafi, skriffæri og fleira til að hafa áhrif á það sem gerist á skjánum. Í leikjunum er m.a. hægt að púsla saman myndum úr formum, vinna með stafi, orð og tölur, þjálfa fínhreyfingar og rökhugsun, forrita, teikna, skapa og gera tilraunir.

 

Nýjar fréttir