-6.1 C
Selfoss

Kahoot spurningakeppni – Rafrænt samstarf NFSu og Pakkhússins

Vinsælast

Rafrænir viðburðir hafa notið mikilla vinsælda á tímum kórónuveirunnar. Mikill metnaður hefur verið lagður í að koma hinum og þessum viðburðum beint inn í stofu hjá fólki. Nemendafélag Fjölbrautaskólans á Suðurlandi og ungmennahúsið Pakkhúsið ætla að taka höndum saman og koma einum slíkum viðburði inn í stofu hjá ungmennum á aldrinum 16-25 ára á Suðurlandi. Að því tilefni höfðum við samband við Dagbjörtu Harðardóttur forstöðumann Pakkhússins og spurðum út í viðburðinn.

„Samstarfið milli Pakkhússins og NFSu hefur alltaf verið gott. Síðastliðið ár hefur lítið verið í gangi vegna Covid og það verið lokað hjá okkur. Nú í janúar gátum við opnað Pakkhúsið aftur eftir langa bið en þó alltaf einhverjar takmarkanir. Það er það sama upp á teningnum hjá nemendafélaginu, lítið hægt að gera vegna takmarkanna og nemendur hafa lítið verið í skólanum. Við erum að horfa fram á bjartari tíma svo að nemendafélagið ákvað að henda upp einum stórglæsilegum viðburði í samstarfi við okkur í Pakkhúsinu,“ segir Dagbjört um samstarfið

Tæknimálin vefjast ekki fyrir aðstandendum spurningakeppninnar og margir orðnir afar leiknir í notkun á hinum ýmsu öppum og tækni til að spila yfir netið.
„Tæknin er orðin svo frábær! Þetta verður Kahoot, sem ég held að flest ungmenni þekkja. Þetta er app sem þú sækir og svarar spurningunum þar í gegn. Spyrlarnir verða ekki að verra endanum en það verða þeir Steindi Jr. og Auðunn Blöndal. Þeir verða á zoom svo að allir geta fylgst með þeim í gegnum tölvuna og haft síðan símann í hendinni með kahoot appinu til að svara spurningum.
Til þess að fá hlekk á viðburðinn er best að fylgjast með samfélagsmiðlunum hjá Pakkhúsinu eða Nfsu,“ segir Dagbjört.

Aðspurð um hvort nemendur FSu séu ekki spenntir fyrir þessu segir Dagbjört: „Þetta verður vonandi rosalega gaman og það eru engin fjöldatakmörk sett á svona viðburð. Vinningarnir verða veglegir og það er kannski ágætt að nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem hafa lagt okkur lið.Við horfum bjartsýn fram á vegin og trúum því að faraldurinn fari að klárast. Við viljum minna á það að það er opið hjá okkur í Pakkhúsinu á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Allar upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Árborgar og samfélagsmiðlunum okkar.“

Nýjar fréttir