2.8 C
Selfoss

Samgöngubætur í Bláskógabyggð

Vinsælast

Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir bauð lægst í endurbætur á 4,3 km vegarkafla á Skeiða- og Hrunamannavegi. Vegkaflinn er á milli bæjanna Gýgjarhólskots og Kjóastaða í Bláskógabyggð. Mjölnir bauð 198 milljónir í verkið en kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 262 milljónir. Sjö verktaka fyrirtæki buðu í verkið og voru sex þeirra með tilboð sem var undir kostnaðaráætlun. Verklok eru í júní 2022.

„Það eru mikil gleðitíðindi að búið sé að bjóða þennan vegkafla út. Vegurinn hefur verið mjög slæmur í alltof mörg ár, lítið efni er í veginum og því hefur illa gengið að halda veginum í góðu ásigkomulagi. Bílar hafa þurft að fara mjög hægt og varlega til að skemmast ekki, skólabíll sem fer þennan vegkafla hefur þurft leggja mjög tímanlega af stað til að halda áætlun, slíkt er ekki hægt að bjóða fólki upp. Þegar vegurinn verður fullbúinn munu samgöngur í yppsveitum styrkjast verulega,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar.

 

 

Nýjar fréttir