2.8 C
Selfoss

Mikil ánægja með nýja holu í Ósabotnum

Vinsælast

Selfossveitur unnu stóran lottóvinning þegar mikið magn af heitu vatni fannst við borun í Ósabotnum, skammt ofan Selfoss. Það er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sem sér um að bora nýju holuna með jarðbornum Sleipni. Sérfræðiráðgjöf vegna verkefnisins er í höndum Ísor. „Holan er nú komin á um 1730 metra dýpi en áætlað er að fara að minnsta kosti í 2000 metra með þessa holu,“ segir Sigurður Þór Haraldssyni, veitustjóra Selfossveitna. Aðspurður um kostnað við svona holur segir Sigurður að svona hola kosti yfir tvö hundruð milljónir þannig að lottómiðinn er dýr. „Nú unnum við í lottóinu sem við erum afar ánægðir með. Við erum svona að gróflega áætla að þó það sé erfitt að meta á þessari stundu að þetta séu um 20 lítrar á sekúndu af níutíu til níutíu og fimm gráðu heitu vatni.“

Tryggir afhendingaröryggi til íbúa

„Þetta tryggir fyrst og fremst afhendingaröryggi á heitu vatni fyrir íbúa á svæðinu. Þessi hola lofar virkilega góðu og það er mjög mikilvægt að við höldum áfram í orkuöflun fyrir sveitarfélagið og þetta er ekki síðasta holan sem við komum til með að bora í náinni framtíð, segir Tómas Ellert Tómasson, formaður eigna- og veitunefndar Árborgar.

Nýjar fréttir