-8.3 C
Selfoss

Andleg jógahelgi í Traustshólma í Þjórsá

Vinsælast

Helgina 2.–4. júní verður boðið upp á jóga og heilsu „retreat” helgi í Traustholtshólma í Þjórsá. Þetta verður andleg jógahelgi með útilegusjarma. Þar verða Sölvi Avó (matar- og drykkjameistari frá Gló), Eva Dögg (yogakennari úr Mjölni), Sölvi Tryggva (hugleiðsluleiðtogi og fjölmiðlamaður), Tolli Morthens (Sweat shaman og málari), Markús Bjarna (tónlistamaður) og að sjálfsögðu Hákon Kjalar (sjálfbærnisbóndi og veiðimaður).

Yfir helgina verður boðið uppá dýrindis náttúru og heilsufæði eins og best gerist, jóga og hugleiðslukennslu. Stokkið verður í ána og farið í Wim Hof öndun, kvöldvökur og trommuhringir í jurtinu (mongólska tjaldinu) og endað á svetti með Tolla. Þetta verður algjör andleg veisla, en kyrrðin og fegurðin útí eyjunni er engu lík.

Eyjan Traustholtshólmi

Traustholtshólmi er eyja útí miðri þjórsá, einni af stærstu jökulám Íslands. Hún er í 30 min keyrslu fjarlægð frá Selfoss. Eyjan er í einkaeigu og er staðsett við suðurströnd Íslands, rétt fyrir ofan mynni Þjórsár. Eyjan er 23 hektarar og tekur góðan klukkutíma að ganga hringinn um eyjuna. Ótrúleg upplifun er að vera í kyrrðinni á eyjunni (engin bílaumferð) og jafnframt upplifa kröftuga vatnsorku Þjórsár, útsýnið er stórkostlegt þar sem sjá má nær allt Suðurlandið og Eyjafjallajökul og Heklu í sjóndeildarhringnum. Saga eyjunnar teygir sig alveg til landnáms Íslands. Það er að finna leifar af landnáms bæ sem eru algjörlega ósnertar úti í eyjunni. Eyjan varð aðskilin meginlandinu í flóðum sem urðu í Þjórsá 1676. Eina byggingin í eyjunni er gamalt uppgert steinhús. Annars er eyjan ósnert og óhefluð náttúra með háu grasi og sandströndum. Vindur og sól keyra orku til að hlaða rafmagnstæki og wifi. Annars er eyjan algjörlega „off-the-grid.”

Hákon Kjalar Hjördísarson

Smiðurinn Hákon og hundurinn hans Skuggi eru einu íbúar eyjunnar, en þeir byrjuðu að búa þar í maí 2016. Það hafði verið lífslangur draumur Hákonar að búa þar og lifa sjálfbært. Eitt af því sem Hákon elskar að gera er að sigla út í ána, slökkva á mótornum, láta strauminn taka sig niður með ánni og fylgjast með selunum sem láta oft sjá sig

Hákon nær í sitt eigið rafmagn með vindmyllu og sólarpanel og ræktar mikið af sínum eigin mat (kartöflur og grænmeti og krydd), ásamt því að veiða lax og silung úr ánni.

Upplifun í Eyunni

Hákon hefur verið að bjóða fólki upp á ævintýralega upplifun á þessari friðsælu eyju. Þá sækir hann fólk á bátnum sínum býður uppá útsýnisferð og fræðir um sögu eyjunnar, allt frá landnámi. Því næst er vitjað í netin og matreiddur villtur lax beint úr ánni. Boðið er uppá gistingu í eyjunni í mongólsku tjaldi, eða jurt eins og það kallast á frummálinu, við arineld. Tjaldið er einangrað með ull og heldur því vel hita.

Nýjar fréttir