-8.1 C
Selfoss

Þorpsþraut í Hveragerði lukkaðist vel

Vinsælast

Menningar-, íþrótta og frístundanefnd Hveragerðisbæjar stóð fyrir svo kölluðu Town quiz sem gæti útlagst á íslensku sem þorpsþraut. Um 70 manns tóku þátt í spurningarleikknum og enn fleiri skráðu sig inn til að fylgjast leiknum. Það var Heimir Eyvindarson sem hélt uppi stuðinu fyrir þátttakendur. Heimir var lofaður í bak og fyrir á íbúasíðum bæjarins fyrir vasklega framgöngu. Að sjálfssögðu voru vinningar í boði fyrir þrjú efstu sætin. í fyrsta sæti var Bjarndís Helga Blöndal, í öðru sæti var Jónína Njarðardóttir og í því þriðja var Bjarni Rúnar Lárusson. Þeirra bíða gjafabréf frá fyrirtækjum í Hveragerði.

Vegna góðrar þátttöku og mikils áhuga stendur til að setja annan leik í loftið fyrir jól. Þar verður tækifæri fyrir enn fleiri að taka þátt og vinna sér inn veglega vinninga.

 

Nýjar fréttir