-6.6 C
Selfoss

Nýr stigi opnaður við Gullfoss

Vinsælast

Opnað hefur verið fyrir umferð ferðafólks um nýjan stigan við Gullfoss, einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins. Umhverfisstofnun hefur umsjá með fossinum.

Lárus Kjartansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og umsjónarmaður með Gullfossi og Geysi, segir að framkvæmdin hafi verið brýn. Hún bæti þjónustustig þar sem gamli stiginn hafi verið slitinn og illa farinn. Stundum hafi myndast flöskuháls vegna umferðar ferðamanna. Nýi stiginn sé tvöfalt breiðari en sá gamli og þoli mun meiri umferð, auk þess sem hægt sé hvíla sig í honum. Þá séu þrepin þannig að snjór ætti ekki að verða til vandræða fyrir ferðamenn sem ganga stigann að vetrarlagi.

Lárus bendir á að þótt búið sé að opna fyrir umferð um stigann sé framkvæmdinni enn ólokið í þeim skilningi að enn eigi eftir að ganga frá jarðvegi og græða upp rask vegna framkvæmdarinnar. Þetta kemur fram á vef Unhverfisstofnunar.

Nýjar fréttir