-1.1 C
Selfoss

11 sunnlenskir jólabjórar í Vínbúðinni í ár

Vinsælast

Í dag fimmtudaginn 5. nóvember hefst jólabjórasala í Vínbúðinni. Alls eru um að ræða 82 tegundir af jólabjór þessi jólin. Af þessum 82 bjórum verða 11 tegundir sem koma frá sunnlenskum brugghúsum.

Þau sunnlensku brugghús sem verða með jólabjóra í boði í Vínbúðinni eru Smiðjan Brugghús, The Brothers Brewery og Ölvisholt Brugghús.

Jólabjórarnir sem Smiðjan brugghús bíður upp á þessi jólin eru þrír talsins, Choc Ho Ho, Santa´s Blue Balls og Ris a la sour.

Choc Ho Ho er milkstout með hnetusmjörs og súkkulaðibragði og ætti að henta vel með jólakonfektinu eða desertinum

Santa´s Blue Balls er bláberja og vanillu milkshake pale ale og er hann með alveg helling af bláberjum, sá þriðji og síðasti er Ris a la sour en er það súrbjór af stílnum Gose en hann er ketilsýrður með sunnlensku skyri og er hann með kirsuberjum og smá af vanillu keimi og ætti að henta einstaklega vel með jólagrautnum og jafnvel út á hann.

The Brother brewery eru með þrjá bjóra en það eru Leppur sem er Milk stout og Leiðindaskjóða sem er humlað rauð öl sá þriðji heitir Skreppur og er kveik ipa.

Ölvisholt kemur með fimm jólabjóra þetta árið og eru það Jólabjór, sem er reyktur bock, Hel sem er porter, Heims um bjór, Jóla Jóra sem er kryddaður stout og svo 24 sem er tunnulegið barley wine.

Nýjar fréttir