-6.5 C
Selfoss

Gæsatímabilið hafið

Vinsælast

Veiðimenn hafa margir beðið óþreyjufullir eftir því að komast á gæsaveiðar. Gæsaveiðar eru heimilar frá 20. ágúst 2020 til 15. mars 2021. Ætla má að fjöldi veiðimanna hafi farið til veiða liðna helgi, sérstaklega þeir sem ætla sér að ná í heiðargæsir. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun stendur sá stofn sterkt og þolir veiðina vel. Þá er tekið fram að grágæsarstofninn sé á niðurleið miðað við síðustu talningar og veiðimenn beðnir að hafa það í huga við veiðar.

Andaveiðitímabilið handan við hornið

Þá eru veiðimenn minntir á að óheimilt er að skjóta ófleyga fugla en ákveðin hætta er á að rekast á ófleyga unga þar sem varp hefur farið seint af stað. Einnig er ástæða til að minna á alfriðun blesgæsarinnar en hún hefur verið friðuð síðan 2003 og að veiðar á helsingja í Austur– og Vestur–Skaftafellssýslum hefjast ekki fyrr en 25. september. Rétt er svo að minna á það að eftir mánaðarmótin hefst andaveiðitímabilið, en margir hreyfa sig ekki úr húsi fyrr en báðar tegundir eru leyfðar til veiði.

 

 

Nýjar fréttir