-8.9 C
Selfoss

Stefnumót við Múlatorg

Vinsælast

Þann 25. júlí nk. frá kl. 11-17 verður nóg að gera í garðinum við Múlatorgið. Þar mun Sumarhúsið og garðurinn halda sína árlegu sumarhátíð. Auður I. Ottesen, framkvæmdastjóri Sumarhússins og garðsins, sagði í samtali við dfs.is að öllu yrði tjaldað til. Boðið yrði upp á lifandi tónlist, allra handa fræðslu og fleira. „Tónlistaratriðið er alveg stórskemmtilegt. Við verðum með alvöru tangósveiflu. Svanlaug Jóhannesdóttir syngur Argentískar ballöður undir Harmonikkuleik Margrétar Arnardóttur. Þá kemur Linus Orri og skemmtir með hljóðfæraleik og söng. Það verður svo fjöldi af fræðslu fyrir garðáhugafólk. Þá verður fræðsla um býflugnarækt en margir hafa farið út í það. Ég skil það mjög vel eftir að hafa smakkað á afurðinni sem er dýrindis Kirkjuvegshunang. Það verður á boðstólum hér að kynna sér þetta og smakka hunangið,“ segir Auður.

Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér viðburðinn nánar geta nálgast frekari upplýsingar hér.

 

 

Nýjar fréttir