-7.2 C
Selfoss

Ekki bara vinna – félagsfærni er mikilvægur þáttur í starfi Vinnuskólans

Vinsælast

Nú er komið að því að Vinnuskóla Árborgar er að ljúka. Okkur langar aðeins að fræða ykkur um hann.  Vinnuskólinn hefur starfað í um það bil 30 ár. Árið 2013 tók félagsmiðstöðin Zelsíuz við skipulagi og utan um haldi. Í vinnuskólanum eru í kringum 300 ungmenni.

Fjölbreytt hópaskipan og fjölbreytt handtök

Í vinnuskólanum erum við krakkarnir ekki einungis að vinna að garðyrkju heldur er líka starfræktur fjölmiðlahópur sem kallast Grænjaxlinn, D&D hópur, beðabörn og flokkstjórar. Um það bil 60 unglingar vinna í kringum tómstunda og íþróttastarf í gegnum vinnuskólann. Við höfum líka um 40 flokkstjóra og aðstoðarflokkstjóra, 2 verkstjóra og allskonar fleiri mikilvæg störf.

Félagsleg samskipti mikilvæg á vinnumarkaði

Allir hóparnir í vinnuskólanum fara í allskyns hópeflisleiki og félagsfærni æfingar. Með því erum við styrkja okkur í svo mörgum þáttum. Við erum að læra að vera í vinnu, vera skipulögð, bera ábyrgð en einnig að efla okkur félagslega og læra samskipti. Allt þetta nýtist okkur síðan út á vinnumarkaðinn í framtíðinni.  Að vera í vinnuskólanum gefur okkur margt. Við fáum tækifæri til þess að hefja okkar starfsferil, fáum tilgang á vinnustaðnum, kynnumst öðrum ungmennum ásamt því að halda bænum hreinum og snyrtilegum.

Takk fyrir okkur!

Okkur finnst mjög sniðugt að störf fyrir ungmenni séu byggð upp á þennan hátt. Við fáum sjálf tækifæri á að hafa áhrif og byggja upp þetta góða starf. Við erum líka mjög sáttar við launin og finnst heiður að fá að vinna fyrir sveitafélagið Árborg.

Sem starfsmenn í Vinnuskóla Árborgar viljum við þakka ykkur íbúum Árborgar fyrir að taka okkur svona vel og treysta okkur fyrir hreinlæti í Árborg. Einnig viljum við þakka flokkstjórum og yfirmönnum Vinnuskólans fyrir hjálpina, vinnuna og stuðninginn.

Efnið er skrifað af þeim Ellu Dís og Rögnu Bjarney. Þær voru í fjölmiðlahópi Zelsíuz, Grænjaxlinum og tóku að sér að fjalla um starfsemi Vinnuskólans.

 

Nýjar fréttir