-6.6 C
Selfoss

Krían natin við ungana sem senn komast á flug

Vinsælast

Það er ekki fyrir neina aukvisa að ræna kríuvarp. Það eru fáir sem komast klakklaust frá slíkum tilraunum. Krían er vel þekkt fyrir öflugar loftvarnasveitir og ver ekki aðeins eigin afkvæmi gegn ræningum heldur njóta aðrir fuglar góðs af því að verpa í nágrenni hennar. Um þessar mundir eru kríuungar að komast á flug og æfa það af miklum móð undir dyggri leiðsögn. Það er ekki seinna vænna en að hefja flugæfingarnar snemma og ná góðum tökum á því. Krían er nefnilega afbragðs flugfugl. Gjarna má sjá hana andæfa yfir vatni og steypa sér svo örsnöggt niður eftir síli. Myndina tók Þórir Kjartansson, ljósmyndari í Vík.

 

 

 

Nýjar fréttir