-6.1 C
Selfoss

Hverjir eru á myndinni?

Vinsælast

Við Páll Halldórsson flugstjóri erum að rita sögu landgræðsluflugs á Íslandi með minni flugvélum á árunum 1958 til 1992. Við höfum safnað um 200 ljósmyndum tengdu þessu merka starfi og höfum náð að nefna flesta þá sem eru á myndunum. En ekki alveg og hér er mynd sem okkur leikur mikil forvitni á að vita hverjir séu á henni. Páll Halldórsson er lengst til hægri, en hinir tveir voru starfsmenn Landgræðslunnar.

Í Skjólkvíagosinu um vorið 1970 við rætur Heklu féll allmikil aska á Auðkúluheiði og á jarðir í A-Húnavatnssýslu. Landgræðsluflugvélin TF-TUN dreifði í júlí sama ár 44 tonnum af áburði á heiðina til að styrkja gróður og annað eins magn á heimalönd bænda í sýslunni. Hleðslumennirnir og Páll gistu í tjaldi við Ullarkvísl þar sem var lendingarstaður. Sennilega var þetta einsdæmi að þeir gistu í tjaldi í landgræðslufluginu, en einstaka sinnum kom fyrir að þeir gistu í heyhlöðum eða í skjóli við heysátur eða í bílum. Ef þið berið kennsl á mennina sendið undirrituðum endilega línu á netfangið sveinnrun@gmail.com eða hringið í síma 893 0830. Eins ef þið eigið myndir sem tengjast þessu landgræðsluflugi þá væri okkur mikill akkur í að fá þær lánaðar.

Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri.

 

 

 

Nýjar fréttir