-4.8 C
Selfoss

Safnað fyrir sjálfvirkum hjartahnoðara

Vinsælast

Á aðalfundi Björgunarfélagsins Eyvindar á Flúðum, sem haldinn var sunnudaginn 14. maí sl., var ákveðið að ýta úr vör söfnun fyrir sjálfvirkum hjartahnoðara.

Tækið hefur hlotið nafnið Lúkas frá hendi framleiðanda, en þar er vísað í að með notkun þess verður til aukamaður við endurlífgun sem sér algjörlega um hjartahnoð án þess að þreytast eða vera fyrir öðrum. Notkun á Lúkasi getur skipt sköpum við endurlífgun. Með notkun tækisins er hámarkshjartahnoð ávallt veitt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að Lúkas skilar mun betri árangri en venjulegt hnoð.

Björgunarfélagið Eyvindur er í samstarfi við Sjúkraflutninga á Suðurlandi (HSU) og lögregluna og er kallað út þegar upp koma alvarleg veikindi eða slys í uppsveitum Árnessýslu. Í uppsveitunum er langt í sérhæfða aðstoð og því nauðsynlegt að hafa yfir að ráða hópi sem hefur þekkingu og búnað sem þarf til að geta brugðist skjótt við og getur hafið fyrstu hjálp þar til sérhæfð hjálp berst.

Félagið mun leita til samfélagsins, fyrirtækja og einstaklinga um aðstoð til að safna fjármagni til kaupanna. Saman munum við bjarga mannslífum. Lúkas kostar um 2,5 milljónir króna.

Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur fyrir hjartahnoðaranum (0325-13-301382, kt. 460100-2590). Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um verkefnið geta haft samband í síma 841-3480.

Nýjar fréttir