-7 C
Selfoss

Samkomubann á Íslandi

Vinsælast

Í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins hefur verið sett á samkomubann. Bannið tekur gildi frá miðnætti þann 15. mars nk. og gildir í fjórar vikur. Bannið er sett til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19 hér á landi.

Samkomubannið er sett á í samræmi við sóttvarnarlög og er gert að tillögu sóttvarnarlæknis. Takmörkunin nær yfir viðburði þar sem 100 manns koma saman. Slíkar samkomur verða óheimilar. Á samkomum gilda fjarlægðarmörk á milli fólks þar sem 100 eða færri koma saman. En fólk á ekki að nálgast aðra en sem nemur 2 metrum. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og lagt verður upp með fjarnám í þeim menntastofnunum meðan bannið er í gildi.

Samband Íslenskra sveitarfélaga mun sjá um útfærslu á starfi leik- og grunnskóla. Skilyrðin felast meðal annars í því að ekki verði fleiri en 20 í hóp. Hóparnir verða að vera eins aðskildir og kostur er.

Verslanir, sundlaugar og líkamsræktarstöðvar eru ekki undanþegnar banninu. Almenningi og stjórnendum þar verður treyst fyrir að framfylgja banninu.

Þrjú smit eru staðfest á Suðurlandi.

 

Nánari upplýsingar á covid.is

Nýjar fréttir