Áríðandi tilkynning til íbúa og starfsmanna Sveitarfélagsins Árborgar.
Ákveðið hefur verið að loka öllum stofnunum Sveitarfélagsins Árborgar á morgun, föstudaginn 14. febrúar, í ljósi þess að Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi með rauðum veðurviðvörunum á Suðurlandi.
Þetta á m.a. við um allt skólahald, frístunda- og íþróttastarf, gámasvæði, bókasöfn, skrifstofur sveitarfélagsins og félagsþjónustu. Sérstakar ráðstafanir verða þó gerðar vegna heimila með sólarhringsþjónustu.
Íbúar eru hvattir til að huga að lausamunum og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir mögulegt foktjón. Ef þörf er á verður hugað að snjómokstri þegar veðrið er gengið niður. Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum af veðri.
f.h. Sveitarfélagsins Árborgar
Helga María Pálsdóttir, bæjarritari