-5 C
Selfoss

Björgunarfélagið fékk bát að gjöf

Vinsælast

Á dögunum fengu meðlimir í Björgunarfélagi Árborgar nýj­an slöngubát að gjöf frá aðstandendum Guðmundar Geirs Sveinssonar sem talið er að hafi fallið í Ölfusá aðfaranótt 26. des­ember 2015. Umfangsmikil leit fór fram að Guðmundi sem enn hefur ekki fundist og hefur form­legri leit verið hætt. Bræður Guð­mundar og faðir þeirra afhentu Tryggva Hirti Oddsyni og Karli Hoffritz frá Björgunar­félaginu bátinn í þakklætisskyni fyrir störf björgunarsveitarinnar við leitina.

Báturinn, sem hefur fengið nafnið Guðmundur Geir, mun nýt­ast meðlimum Björgunar­fél­ags­ins vel við leit og björgun á Ölfusá, sem og sjó og vötnum, en kominn var tími á endurnýjun á eldri bát sveitarinnar.

Björgunar­félagið vill koma á framfæri þökkum til fjölskyldunnar fyrir gjöfina.

Nýjar fréttir