Þann 5. desember næstkomandi verða stórglæsilegir tónleikar á Hótel Selfossi. Þar koma fram Hera Björk, Unnur Birna og Björ Thoroddsen ásamt hljómsveit. Þau munu fara í gegnum öll sín uppháldslög, þessi klassíku góðu og bæta við einhverju allt öðruvísi við og framreiða fyrir gesti eins og þeim einum er lagið.
Dagskráin sló á þráðinn og heyrði í Sigurgeiri Skafta sem var við tónlistarkennslu í Reykjanesbæ og náði spjalli milli nemenda. Nú eru tónleikar framundan geturðu sagt okkur eitthvað frá þeim? „Já, á morgun verðum við með mjög fjölbreytt prógramm á Hótel Selfossi. Hera Björk, Unnur Birna og Björn Thoroddsen ásamt hljómsveit sem saman stendur af okkur æskuvinunum úr Hagahverfinu; Skúla Gíslasyni á trommur og mér á bassa. Þetta verður virkilega skemmtilegt og mikið gleðiprógramm ef svo má að orði komast, allskyns sögur sem fá að fljóta með og þar fram eftir götunum. Það er ýmislegt spaugilegt sem gerst hefur á þeirra ferli hingað til og svo eru þau í þokkabót yfirburða skemmtileg og hæfileikaríkt fólk. Ég hlakka sjálfur til að sjá sem flesta á fimmtudag en tónleikarnir byrja klukkan 20:30. Miðasalan fer fram inn á tix.is og og er miðasala inná https://tix.is/is/buyingflow/tickets/9226/.“
Aðrir tónleikar verða síðan þann 14. desember á midgard base camp Hvolsvelli og er miðasala einnig inná tix.is fyrir þá sem vilja njóta jólanna.