-5.8 C
Selfoss

Jólasýning fimleikadeilar Umf. Selfoss

Vinsælast

Árleg jólasýning fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldin nú á laugardag. Þetta er í fjórtánda sinn sem sýningin er þemabundin og undanfarna daga hafa iðkendur og þjálfarar lagt nótt við dag til að bjóða gestum upp á Disney-ævintýrið um Aladdín. Eins og alltaf er sýningin hin glæsilegasta og allir iðkendur deildarinnar fá að taka þátt.

Að venju verða þrjár sýningar kl. 9:30, kl. 11:15 og kl. 13.15 og er sýnt í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi. Vakin er athygli á að gestir ganga inn á sýninguna um inngang á íþróttahúsi en út í gegnum aðalanddyri Vallaskóla.

Líkt og í fyrra höfum við ákveðið að prenta ekki út leikskránna okkar, þar sem það er mikil pappírseyðsla og okkur er annt um jörðina okkar. Hægt er að nálgast rafræna leikskrá á vefsíðu Umf. Selfoss www.selfoss.net.

Forsala aðgöngumiða verður í anddyri Vallaskóla á föstudag kl.15-18. Miðaverð er kr. 2.000 fyrir 12 ára og eldri.

Nýjar fréttir