-6.9 C
Selfoss

Hátíðlegt var um að litast í Barnaskólanum við ströndina

Vinsælast

Þegar blaðamann bar að garði í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri var heilmikið að gerast í húsinu. Árlega er Olweusardagurinn gegn einelti haldinn hátíðlegur. Í ár samienuðust nemendur á Stokkseyri þar sem vinabekkir fóru í leiki saman og áttu glaða og góða stund. Meðal annars borðuðu vinabekkirnir saman hádegismat. Þá var ýmislegt um að vera í stofunum og á sal skólans. Meðal annars var stoppdans, spil, leikir og fleira sem krakkarnir stóðu fyrir. Á veggjum skólans voru glæsilegar skreytingar sem krakkarnir höfðu gert. Þar á meðal voru fiðrildi sem eiga að tákna margbreytileika mannlífsins í skólanum. Í samtali við Pál Sveinsson aðstoðarskólastjóra kemur fram: „Í skólanum er samskiptateymi sem vinnur ötullega að forvörnum gegn einelti, skipuleggur dag eins og þennan og mælir á hverju ári einelti við skólann. Einnig skipuleggur teymið allskyns uppákomur og vinnu sem miðar að því að efla góð samskipti innan skólans.“ Það er ljóst að krakkarnir leggja mikið upp úr því að skólinn sé fyrir alla og allir njóti sín innan hans ef marka má þá gleði og það jákvæða andrúmsloft sem einkenndi skólastarfið þennan skemmtilega dag. -gpp

Nýjar fréttir