5 C
Selfoss

Góður árangur í stærðfræði

Vinsælast

Á heimasíðu FSu kemur fram að nýnemarnir, Daniel Święcicki og Sara Ægisdóttir hafi hlotið viðurkenningu vegna velgengni í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. 306 nemendur úr 15 skólum tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Á verðlaunaafhendingunni voru nemendur kallaðir upp eftir í hvaða sæti þeir lentu frá 21. til 1. á yngra stigi. Daníel lenti í 8. sæti og Sara í 5. sæti. Þeim er nú boðið að taka þátt í keppni sem fram fer meðal þeirra bestu í vor. Sú keppni gefur möguleika á þátttöku í frekari keppnum sem fulltrúar Íslands í Norðurlandakeppni og Ólympíuleikum sem haldnir verða í Sankti Pétursborg.

 

Nýjar fréttir