1.7 C
Selfoss

Hraðmótsmeistarar HSK 2019 – Blakarar byrja haustönn af krafti !

Vinsælast

Önnin byrjaði vel hjá Hamars-blökurum. Karlarnir spiluðu í 1.deild (Benecta-deildinni) og unnu þeir fyrsta leikinn á móti BF 3-0þ og unnu leik númer tvö á móti HK-B 3-1. Hins vegar töpuðu Hamarskarlarnir fyrir Þrott/Vogum og Fylki. Bara eitt kvennalið er að keppa í ár á Íslandsmótinu og gerðu þær sér ferð norður á Siglufjörð til að keppa í 3. Deild. Þrátt fyrir að erfitt var að ná í lið gekk ferðin vel þó að árangurinn hefði mátt vera betri. Unnu þær bara tvo leiki af fimm. En það er stundum flóknara en það sýnist þegar leikmenn í blaki þurfa að spila nýja stöðu á svo mikilvægu móti. Konurnar tóku sig á og mættu með tvö lið á Hraðmót HSK sem haldið var 30. október á Laugarvatni. Fóru Hamars-Skutlurnar með sigur úr býtum og eru því Hraðmótsmeistarar HSK 2019.

Gaman er að segja frá því að Blakdeild Hamars er að bjóða upp á byrjendatíma (Basic) fyrir 14 ára og eldri á fimmtudögum í Hamarshöllinni frá klukkan 18.15 til 19.15. Á sama tíma er einnig verið að bjóða upp á krakkablak fyrir 6 ára og eldri í höllinni. Það er byrjaður skemmtilegur hópur af bæði fullorðnum og börnum og hvetur Blakdeild Hamars unga sem aldna sem áhuga hafa á að vera með í blaki að mæta á fimmtudögum til að prufa. Blak er íþrótt fyrir alla og eru allir velkomnir.

Þjálfara eru Roberto Guarino og Barbara Meyer. ÁFRAM HAMAR!

 

Nýjar fréttir