-1.2 C
Selfoss

Bláskógaskóli fékk viðurkenningu fyrir myndband

Vinsælast

Lyftistöng fyrir samfélagið

Ónýtt kerfi

Kona, vertu ekki fyrir!

Börn í 5. bekk í Bláskógaskóla í Reykholti fengu afhenta viðurkenningu föstudaginn 28. apríl sl. fyrir myndband sem þeir sendu inn í Siljuna, myndbandasamkeppni fyrir grunnskólanema á vegum Barnabókaseturs. Börnin unnu fyrstu verðlaun. Myndbandið er sjónvarpsþáttur um bókina Rúnar góði eftir Hönnu Borg Jónsdóttur og Heiðdísi Helgadóttur. Alls bárust um eitthundrað myndbönd í samkeppnina.

Verkefni barnanna í Bláskógaskóla var liður í þema á miðstigi skólans um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Veitt voru 25 þúsund króna peningaverðlaun sem renna í bekkjarsjóð. Að auki verðlaunar Félag íslenskra bókaútgefenda sigurvegarana með veglegri bókaúttekt handa skólabókasafninu. Börin fá sjálf að velja bækur á bókasafnið fyrir 100 þúsund krónur. Kennarinn sem vann þetta verkefni með krökkunum er annar umsjónarkennarinn þeirra, Ásta Kristjana Guðjónsdóttir. Verðlaunamyndbandið má sjá á vef Bláskógaskóla í Reykholti.

Nýjar fréttir