-5.8 C
Selfoss

Tíð í október sveiflukennd

Vinsælast

Samkvæmt Veðurstofu Íslands var tíð í október var nokkuð sveiflukennd. Í mánuðinum voru allmargir hlýir dagar en einnig kaldir dagar á milli. Að tiltölu var hlýjast vestanlands en svalara og úrkomusamara norðan- og austanlands. Fyrsti snjór vetrarins féll á Norðurlandi.

Mánuðurinn var fremur þurr á Vesturlandi en úrkomusamara var á Norðaustur- og Austurlandi.

Úrkoma í Reykjavík mældist 77,4 mm sem er um 90% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 97,6 mm sem er 70% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 31,4 mm sem er um meira en helmingi minna en meðallag áranna 1961 til 1990. Á Höfn mældist úrkoman 156,8 mm.

Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 10, fimm færri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoman 1,0 mm eða meiri 11 daga sem eru jafn margir og í meðalári.

Alhvítir dagar á Akureyri voru 7, þrír fleiri en í meðalári. Í Reykjavík var alautt allan mánuðinn.

Nýjar fréttir