2.3 C
Selfoss

Hótel Grímsborgir hlýtur 5 stjörnur

Vinsælast

Í tilkynningu frá Hótel Grímsborgum kemur fram að hótelið hafi fyrst hótela á Íslandi, hlotið vottun sem 5 stjörnu hótel frá Vottunarstofunni Túni og Ferðamálastofu dags. 4. október 2019 í samræmi við kröfur Vakans gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar.
Vakinn er sérhannað gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu sem byggir á erlendri fyrirmynd. Gæðaviðmið Vakans fyrir hótel byggja á viðmiðum Hotelstars Union, hotelstars.eu samkvæmt nýju fyrirkomulagi sem tók gildi í byrjun árs 2019. Við hjá Hótel Grímsborgum erum himinlifandi og stolt með 5 stjörnu viðurkenninguna sem er hvatning til að gera enn betur og halda áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjóða gestum okkar upp á stórkostlega upplifun á meðan á dvöl þeirra stendur.
Um allan heim eru gestir vanir að hafa stjörnugjöf til viðmiðunar þegar þeir velja sér gististað. Þó flokkunin sé ekki alfarið samræmd milli landa hefur stjörnugjöf alþjóðlega skírskotun og auðveldar fólki að velja sér gistingu í þeim gæðaflokki sem það kýs. Slíkt kemur sér vel fyrir bæði gesti og gististaði.

Hótel Grímsborgir er núna fimm stjörnu hótel fyrir allt að 240 gesti, staðsett í Grímsnesi við Gullna Hringinn í kjarri vöxnu landi á bökkum Sogsins með fagra fjallasýn allt um kring. Hótelið býður upp á gistingu í 68 superior herbergjum, 7 svítum, 5 stúdíóíbúðum og 7 stærri íbúðum með 4 svefnherbergjum hver sem rúma allt að 8 manns. Herbergin og svíturnar eru með sér verönd/svalir og allir gestir hafa aðgang að heitum pottum sem eru samtals 29 á hótelinu.

Nýjar fréttir