-5.5 C
Selfoss

Uppskeru og 90 ára afmælishátíð hestamannafélagsins Sleipnis

Vinsælast

Færri komust að en vildu á árshátíð hestamannafélagsins Sleipnis en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Hátíðin hófst á fordrykk og glæsilegu steikarhlaðborði að hætti Hvíta hússins. Það var enginn annar en Landamaðurinn Gísli Einarsson sem hélt uppi fjörinu sem veislustjóri kvöldsins og þá leiddi Magnús Kjartan fjöldasöng þar sem allir tóku undir. Síðastir stigu á stokk meðlimir hljómsveitarinnar Albatross með Sverri Bergmann fremstum í flokki og héldu uppi stuðinu fram á rauða nótt.

Nýjar fréttir