-4.1 C
Selfoss

Slepptu tökunum

Vinsælast

Ég elska haustið. Haustið er eins og veisla fyrir augað. Litirnir hver öðrum kraftmeiri og fallegri.  Haustið er uppáhalds árstíðin mín. Sumir upplifa sorg þegar þeir sjá laufin falla og sumarið kveðja en ég upplifi það mjög jákvætt. Þegar laufin breyta um lit og byrja að falla geta þau minnt okkur á hversu fallegt og gott það er að sleppa tökunum. Að sleppa tökunum á einhverju eða einhverjum sem við elskum getur orðið okkur til góðs.

Það er oft þannig að við viljum hafa áhrif. Við viljum stjórna fólki, aðstæðum og jafnvel tilfinningum annarra. Ég hef átt tímabil í mínu lífi þar sem ég hef ekki getað sleppt tökunum á fólki og aðstæðum. egar ég loksins gat það þá kom friður í hjarta mitt og huga. Ég svaf betur, mér leið betur, ég var jákvæðari og ég var þakklátari.

Það er gott að hafa í huga að ótti er oftast rót stjórnsemi

En hvernig getum við sleppt tökunum á aðstæðum sem við viljum stjórna?

  1. Skrifaðu niður hvað þú óttast.
  2. Skoðaðu hver rótin af þessum ótta er.
  3. Spyrðu sjálfa/n þig: hvað er það versta sem gæti gerst?
  4. Viðurkenndu fyrir öðrum einstaklingi sem þú treystir hvað það er sem þú átt erfitt með að sleppa tökunum á.
  5. Minntu sjálfa þig á að það getur verið fallegt og gott að sleppa tökunum.

Á netnám­skeiðinu Of­ur­mamma? Sem hefst 27. októ­ber næst­kom­andi ætla ég að fjalla um þau verk­færi sem ég hef nýtt mér á veg­ferð minni í átt að and­legu og lík­am­legu heil­brigði. Ég hef oft þurft að sleppa tökunum og láta af ótta og stjórnsemi og mun deila af reynslu minni á þessu námskeiði.

Skráning er hafin á www.einfaldaralif.is

Gangi þér sem allra best að sleppa tökunum,

Kærleikskveðja,

Gunna Stella

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjar fréttir