-1.1 C
Selfoss

Kaldur rækuréttur og hrísgrjónaréttur með hunangssósu

Vinsælast

Kæra Hrafnhildur, ég tek áskoruninni fagnandi. Já, þetta stórafmæli verður svo sannarlega lengi í minnum haft! Mér finnst gaman að halda upp á afmæli, hvort sem það er mitt eigið, mannsins eða barnanna, og sem móðir fjögurra barna hef ég haldið þau nokkur barnaafmælin. Eftir að hafa grúskað í Excel-skjölunum mínum, þá ákvað ég að deila með ykkur nokkrum uppskriftum sem mér finnst alltaf slá í gegn í veislum og ekki skemmir fyrir hvað þær eru ofur einfaldar og hægt að búa til deginum áður.

 

Kaldur rækjuréttur:

1 fransbrauð

1 dós niðursoðnar perur

500 gr. rækjur

300 ml mayonnaise

1 dós sýrður rjómi

Sítrónupipar

1 tómatur til skrauts

 

Skorpan tekin af brauðinu og tætt í skál/eldfast mót. Perusafa hellt yfir. Mayonnaise, sýrðum rjóma, rækjum og perum blandað saman og kryddað vel með sítrónupipar. Smurt yfir brauðið og skreytt með niðursneiddum tómati.

 

Hrísgrjónaréttur með hunangssósu:

1 poki soðin og kæld hrísgrjón

400 gr. rækjur eða skinka

300 gr. mayonnaise og sýrður rjómi (hlutföll fara eftir smekk)

1 msk. aromat

2 tsk. karrý

1 dós maískorn

1 græn paprika, skorin smátt

1 rauð paprika, skorin smátt

 

Öllu blandað vel saman í skál. Sett á ristað brauð og hunangssósa ofan á.

 

 

Hunangssósa:

125 gr. mayonnaise

125 gr. sýrður rjómi

3 msk. hunang

4 msk. franskt sætt sinnep

 

 

Öðruvísi túnfiskssalat:

2 dósir túnfiskur

½ púrrulaukur

6 pressuð hvítlauksrif

15 döðlur

10 ólífur

½ krukka fetaostur + olía

smá matarolía

Season all

Hvítlaukskrydd

 

Púrrulaukur, ólífur og döðlur saxað niður og síðan er öllu blandað saman. Borið fram með góðu saltkexi eða hrökkbrauði.

 

Birta Huld Halldórsdóttir

 

Ég skora á mína elskulegu systur og annan af uppáhaldsveislustjórunum mínum, Sunnu Björgu Bjarnadóttur, að vera næsti matgæðingur vikunnar. Hún er snillingur í að töfra fram ítalska rétti.

Nýjar fréttir