-7.6 C
Selfoss

Nýsköpun í matvælaframleiðslu á Hellisheiði

Vinsælast

Hátæknifyrirtækið Algaennovation hefur komið sér vel fyrir í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun. Algaennovation er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur undarfarið ár þróað aðferð til framleiðslu á smáþörungum með umtalsvert umhverfisvænni aðferð en þeim framleiðsluaðferðum sem þekktar eru í dag en neikvætt sótsport er af framleiðslunni. Kristinn Hafliðason hjá Algaennovation fræðir okkur um þörungaverksmiðjuna og hvað það er sem gerir hana einstaka.

Mögulegt svar við fjölgun mannfólks

Við fyrstu sýn lætur framleiðslan lítið yfir sér en Kristinn segir að það sé aðeins á yfirborðinu. „Algaennovation var stofnað með háleit markmið í huga. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að mannfólkinu fjölgar hraðar en nokkru sinni áður í sögunni og við borðum meira en við höfum nokkrum sinnum gert. Áður en langt um líður munum við ekki geta brauðfætt mannkynið með þeim aðferðum sem nú eru notaðar eru til matvælaframleiðslu. Það sem takmarkar framleiðslu á mat, er annars vegar ræktanlegt land og hins vegar ferskt vatn. Tilgangur Algaennovation er að bjóða upp á eina lausn á þessu vandamáli. Með tækninni sem félagið hefur hannað er hægt að framleiða fæði (prótein) á 1.500 sinnum smærra landi og notað til þess 500 sinnum minna magn af vatni en ef miðað er við ræktun sojabauna sem taldar eru hvað umhverfisvænasti framleiðslumáti matvæla í dag,“ segir Kristinn meðan hann leiðir blaðamann um framleiðsluna.

Ofurfæða til manneldis

Kristinn segir að leiðin að markmiðum fyrirtækisins sé löng og ströng en lítil skref verða stigin í einu og séð til þess að félagið beri sig á viðskiptalegum forsendum að lokamarkmiðinu. Aðspurður um hvað smáþörungar eigi sameiginlegt með matvælum segir Kristinn: „Smáþörungar eru ofurfæða, uppfullir af hollum Omega-3 fitusýrum og hágæðapróteinum og því hægt að nota þá í margs konar tilgangi. Fyrst í stað verður horft á einfaldar vörur (afurðir) sem seldar verða í klakstöðvar fiskeldis, því næst verður horft til fiskeldisstöðva ásamt Omega-3 fæðubótarefnum og próteinum til manneldis.

Klæðskerasniðið að aðstæðum við Hellisheiðarvirkjun

Samkvæmt Kristni er verksmiðja Algaennovation er einstök á heimsvísu. Sérfræðingar félagsins klæðskerasniðu smáþörungaframleiðslu að þeim aðstæðum sem bjóðast við Hellisheiðarvirkjun. Við virkjunina er koltvísýringur, heitt og kalt vatn og endurnýjanlegt rafmagn sem má sækja „í bæjarlækinn“, allt frá sama aðila. Framleiðslan er með neikvætt sótspor, þ.e. þörungarnir binda mun meiri koltvísýring í lífmassa en losnar við að framleiað það rafmagn sem þarf til framleiðslunnar. Og samspil orkuauðlindanna inn í kerfi Algaennovation, gerir það að verkum að hægt er að framleiða smáþörunga í mun meiri gæðum en þekkist á heimsvísu án þess að framleiðslukostnaðurinn verði meiri. Stofnendur Algaennovation eru sannfærðir um að þetta verkefni hefði ekki getað orðið að veruleika nema eingöngu á Íslandi. Samspil einstakra orkuauðlinda á iðnaðargarði í nálægð við jarðvarmavirkjun, auk einstaks mannauðs sem finna má á Íslandi gerir landið einstakt á heimsvísu til framleiðslu smáþörunga,“ segir Kristinn.

Ölfusið góður kostur fyrir matvælaframleiðslu

Í samtali við Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Ölfusi um fyrirtækið segir Elliði: „Það var sannarlega stór dagur fyrir okkur hér í Ölfusi í seinustu viku þegar nýsköpunar- og matvælafyrirtækið, Algaeinnovation opnaði starfsemi sína hér í sveitarfélaginu.  Við lítum enda svo á að með þessu sé komin fyrirmynd sem sýnir hvert við stefnum í matvælaframleiðslu hér á svæðinu. Staðreyndin er sú að Ísland, og þá ekki síst við hér í Ölfusi, stöndum frammi fyrir fáheyrðum tækifærum á sviði sjálfbærrar matvælaframleiðslu.  Við getum nýtt íslenskt hugvit og íslenska orku til að draga úr skaðsemi sem fylgir matvælaframleiðslu víða annarstaðar í heiminum.  Við getum tekið hér fagnandi á móti alþjóða fyrirtækjum sem vilja stofnsetja hér hátækni gróðurhús.  Við getum stóreflt fiskeldi í sjó og samhliða bætt við eldi á landi.   Það ásamt áframhaldandi styrkingu á hefðbundnum landbúnaði og sjávarútvegi er í okkar huga leiðinn til framtíðar. -gpp

Myndir:

(Algaeennovation)

Nýjar fréttir