-6.6 C
Selfoss

Hamar spáð sigri í 1. deildinni

Vinsælast

Í gær var kynningarfundur hjá Körfuknattleikssambandinu þar sem kynntar voru spár fyrir komandi tímabil í Dominos- og 1. deildum. Voru það formenn, fyrirliðar og þjálfara sem sáu um að spá fyrir um gengi liðanna.

Helst ber til tíðindina að samkvæmt spánni, þá fer Hamar upp í deild hinna bestu eftir tímabilið, enda eru þeir búnir að styrkja sig töluvert fyrir komandi átök í vetur. Á meðan er Selfyssingum spáð misgóðu gengi en þeim er spáð 6. sæti.

Þór Þorlákshöfn er spáð 9. sæti og samkvæmt því rétt missa af úrslitakeppninni í Dominos-deild karla.

Kvennaliði Hamars er svo spáð síðasta sæti í 1. deild kvenna.

Dominos-deild karla

1. KR 329
2. Stjarnan 324
3. Tindastóll 269
4. Njarðvík 251
5. Grindavík 206
6. Haukar 195
7. Keflavík 181
8. Valur 172
9, Þór Þ. 129
10. ÍR 93
11. Fjölnir 68
12. Þór Ak. 45

Mest hægt að fá 348 stig,
minnst hægt að fá 29 stig

1. deild karla

1. Hamar 254
2. Höttur 196
3. Breiðablik 179
4. Vestri 136
5. Álftanes 127
6. Selfoss 72
7. Sindri 65
8. Skallagrímur 63
9. Snæfell 31

Mest 264 stig,
minnst 24 stig

1. deild kvenna

1. Njarðvík 186
2. Fjölnir 176
3. Tindastóll 132
4. ÍR 106
5. Keflavík b 80
6. Grindavík b 64
7. Hamar 28

Mest 216 stig,
minnst 18 stig

 

 

 

Nýjar fréttir