-8.1 C
Selfoss

Stelpurnar í MioTrio með nýtt lag

Vinsælast

Hljómsveitin MioTrio úr Hveragerði, sem nýlega tók þátt í söngvakeppni Samfés, er að vinna í hljóðveri að nýju lagi sem kemur út í næstu viku. Lagið heitir „Förum í sumarfrí“ og er eftir Hallgrím Óskarsson, þrautreyndan lagasmið og Eurovision-fara.

Hljómsveitin er nýbúin að halda sína fyrstu tónleika, en þeir voru haldnir í Hveragerði á sumardeginum fyrsta. Þar flutti hljómsveitin 10 lög eftir hina og þessa höfunda. Nýja lagið er tekið upp í Tónverk-stúdíói í Hveragerði og stýrir Bassi Ólafsson upptökum og hljóðblandar. Lagið er ekta sumarsmellur sem mun vonandi heyrast ótt og títt á útvarpstöðvum landsmanna í allt sumar. Meðlimir MioTrio eru þrjár stúlkur í 7.–10. bekk í Grunnskólanum í Hveragerði, þær Gunnhildur Fríða, Gígja Marín og Hrafnhildur Birna.

Nýjar fréttir